Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Slot í hóp með Mourinho og Sven-Göran
Mynd: EPA
Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, vann þriðja deildarleik sinn á tímabilinu er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Manchester United í gær en hann kom sér í fámennan hóp í leiðinni.

Luis Díaz og Mohamed Salah sáu um mörkin á Old Trafford og þá hélt liðið hreinu.

Liðið hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína undir stjórn Slot og haldið hreinu í öllum þeirra.

Slot er aðeins þriðji stjórinn til að vinna fyrstu þrjá deildarleiki sína á eftir þeim Jose Mourinho og Sven-Göran Eriksson.

Mourinho vann fyrstu þrjá leikina með Chelsea árið 2004 á meðan Sven-Göran gerði það með Manchester City árið 2007.

Sænski þjálfarinn lést á dögunum eftir skammvinna baráttu við krabbamein og orðaði Sky Sports það þannig að þarna væri Slot að heiðra fyrrum þjálfarann með því að ná þessum áfanga.


Athugasemdir
banner
banner
banner