Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Willian í viðræðum við Olympiakos
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Willian er mættur til Aþenu til að ræða við gríska félagið Olympiakos en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Willian, sem er 36 ára, yfirgaf Fulham í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.

Leikmaðurinn eyddi tveimur árum hjá Fulham og stóð sig vel en kaus að vera ekki áfram.

Hann hefur síðustu vikur verið að skoða alla möguleika í stöðunni, en nú er talið líklegast að hann semji við Olympiakos í Grikklandi.

Fabrizio Romano segir að Willian sé mættur til Aþenu í viðræður við Olympiakos.

Willian horfði á sitt gamla félag Chelsea spila við Crystal Palace á Stamford Bridge í gær en Evangelos Marinakis, eigandi Olympiakos og Nottingham Forest, var einmitt líka á leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner