
„Vonbrigði að tapa. Mér fannst þeir ekki góðir en kannski létu aðstæður þá líta verr út en þeir eru. En hvorugt liðið var gott í dag. Þeir unnu, skoruðu á móti vindinum sem er hreint ótrúlegt. “
Sagði Gary Martin leikmaður Selfoss eftir 1-0 tap Selfoss gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.
Sagði Gary Martin leikmaður Selfoss eftir 1-0 tap Selfoss gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 Selfoss
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn vindinum lék Selfoss með vindinn í bakið í þeim síðari. Fannst Gary að lið Selfoss hefði átt að nýta sér vindinn betur og ná skotum á markið?
„Já en þeir voru klókir. Bjössi var klókur. Um leið og ég fékk boltann var tvöfaldað á mig sem var klókt af þeim sá það strax í fyrri hálfleik. En ég fékk boltann áfram en við nýttum það ekki vel í síðari hálfleik.“
Mikill vindur setti svip sinn á leikinn í kvöld líkt og síðasta leik Selfyssinga gegn Gróttu. Fannst Gary að leikurinn hefði yfir höfuð átt að fara fram?
„Nei eiginlega ekki veðrið er skelfilegt og gegn Gróttu var það skelfilegt en það er það sem það er. Ef að leikurinn fer fram er veðrið eins fyrir bæði lið og ég hef búið á Íslendi nógu lengi og búið í Eyjum svo ég ætti að vera vanur því.“
Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Gary er meðal annars spurður út í markaþurrð.
Athugasemdir