Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Aldrei fleiri mörk skoruð í einni umferð
Patrick Pedersen skoraði markið sem bætti metið
Patrick Pedersen skoraði markið sem bætti metið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í einni umferð í efstu deild karla en í þessari sem er að klárast. Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport greinir frá þessu á X.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Valur

Markametið í einni umferð voru 29 mörk en KR og Valur hafa séð til þess að slá það.

Fyrir leikinn var búið að skora 26 mörk en fjögur mörk voru komin í leikinn eftir rúman hálftíma og metið því fallið.

KR-ingar byrjuðu sterkt og komust í 2-0 á 64 sekúndum í byrjun fyrri hálfleiksins, en Valsarar héldu yfirvegun og komu sér aftur inn í leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen jöfnuðu leikinn og skoruðu síðan tvö mörk til viðbótar áður en hálfleikurinn var úti.

Valsmenn hefðu getað skorað fleiri mörk en fóru illa með nokkur úrvalsfæri.

Markametið er nú 32 mörk en við fáum líklega að sjá fleiri mörk á Meistaravöllum áður en flautað verður til leiksloka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner