Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry: Var í skóla síðast þegar ég fékk svona margar hafnanir
Kylian Mbappe og Thierry Henry.
Kylian Mbappe og Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry tilkynnti í dag leikmannahóp Frakklands fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Henry, sem var stórkostlegur leikmaður á sínum tíma, er þjálfari liðsins sem stefnir á að taka gullið.

Ólympíuleikarnir eru langt frá því að vera stærsti viðburður fótboltaheimsins þar sem það eru U23 lið sem taka þátt á mótinu. Hvert lið má svo vera með þrjá leikmenn sem eru eldri 23 ára.

Félög þurfa að samþykkja það að leikmenn fari á Ólympíuleikana þar sem þeir fara fram svo seint í sumar.

Henry var spurður að því í dag hvernig hefði gengið að fá Kylian Mbappe í hópinn, en stórstjarnan verður ekki með.

„Síðast þegar ég fékk svona margar hafnanir þá var ég í skóla," sagði Henry léttur. „Þú ræðir ekki málin mikið. Þú spyrð og þeir segja nei."

Mbappe, sem er besti fótboltamaður Frakklands, er að ganga í raðir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner