Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe: Real Madrid er félag drauma minna
Kylian Mbappe birti gamla mynd af sér í Real Madrid-gallanum
Kylian Mbappe birti gamla mynd af sér í Real Madrid-gallanum
Mynd: Kylian Mbappe
Kylian Mbappe, nýr sóknarmaður Real Madrid, segist vera í skýjunum með að hafa gengið í raðir félag drauma sinna.

Real Madrid staðfesti loks komu Mbappe með tilkynningu í kvöld, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Samningur Mbappe er til fimm ára og mun hann þéna um 15 milljónir evra í árslaun.

„Draumur að rætast. Ég er svo ánægður og stoltur að ganga í raðir Real Madrid, félag drauma minna. Enginn getur skilið hve spenntur ég er á þessu augnabliki.“

„Get ekki beðið eftir að sjá ykkur, Madrídingar, og takk fyrir ótrúlegan stuðning. Áfram Madrid,“
sagði Mbappe.




Athugasemdir
banner
banner