Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo sendi Mbappe skilaboð - „Nú er komið að mér að horfa“
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid, sendi Kylian Mbappe skilaboð eftir að hann var kynntur nýr leikmaður félagsins í kvöld.

Mbappe skrifaði undir fimm ára samning við Real Madrid, en hann kemur á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Eins og flestum er kunnugt þá er Ronaldo átrúnaðargoð Mbappe, en þeir hittust hér árum áður þegar Mbappe var ungur.

Mbappe var með plaköt af Ronaldo í herbergi sínu eins og svo margir aðrir ungir aðdáendur, en nú er röðin komin að Ronaldo að horfa á Mbappe spreyta sig á Santiago Bernabeu.

„Nú er komið að mér að horfa. Spenntur að sjá þig lýsa upp Santiagao Bernabeu. Áfram Madríd,“ sagði Ronaldo á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner