Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   mán 03. júní 2024 23:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Theodór Elmar: Stórmerkileg tilfinning
,,Erum á dimmum stað núna"
Elmar í leiknum í kvöld.
Elmar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Val í Bestu deildinni í kvöld. KR komst í 2-0 í byrjun leiks en Valur svaraði með fjórum mörkum áður en fyrri hálfleikur var búinn. Finnur Tómas Pálmason fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik og léku KR-ingar því manni færri hluta af seinni hálfleik. Valur komst í 2-5 áður en KR minnkaði muninn í blálokin.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Valur

„Það er mjög góð spurning. Ég skil ekki alveg hvernig við fáum á okkur færi, eftir færi, eftir færi. Við þvingum þá í langa bolta með góðri pressu og þeir einhvern veginn sleppa í gegn trekk í trekk. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir leikinn," sagði Elmar.

„Auðvitað þegar þeir komast í 4-2 þá þurfum við að taka sénsa, svo missum við mann út af ofan á það. Þetta var alltaf að fara verða opið fyrir þá, við þurftum bara að taka sénsa. Það skipti engu hvort við myndum tapa 4-2, 5-2 eða 6-2. Við vildum reyna sækja mark og þá opnum við á okkur til baka."

„Mér fannst við koma vel út í seinni hálfleik, byrjuðum mjög vel og hefðum þurft að fá mark þá. Þá er aldrei að vita hvað hefði gerst. Svo var bara klaufalegt hjá Finni að fá þetta spjald."


Elmar var spurður út í endurkomu Vals. Gestirnir fengu færi eftir færi og höfðu lítið fyrir því að skapa þau færi.

„Þetta var bara skelfilegt. Varnarleikurinn var ekki boðlegur og við þurfum að skoða hvað það er sem veldur að þeir sleppa bara í gegn með einum löngum bolta."

Hvernig metur Elmar stöðuna á liðinu í dag?

„Ég var ekkert með slæma tilfinningu inni á vellinum. Þetta er stórmerkileg tilfinning að hafa fengið á sig fimm mörk í þessum leik - fimmta markið eftir að við misstum mann út af og við opnuðum okkur eftir að þeir komust yfir. Tilfinningin var góð í byrjun, byrjuðum af krafti og margir sem áttu flottan leik."

Er það þá bara að laga varnarleikinn, þá er liðið á fínum stað?

„Við skorum alltaf fullt af mörkum, erum alltaf hættulegir og með fullt af hæfileikaríkum mönnum inn á. Við þurfum að sjá hvað við getum gert til þess að bæta varnarleikinn. Þetta er ekki bara einhver einn og einn varnarmaður, þetta er liðið í heild sem þarf að stíga upp."

KR sýndi anda í restina og skoraði sárabótamark í restina, það gefur eitthvað?

„Við þurfum að taka allt jákvætt sem við getum með okkur. Við erum á svolítið dimmum stað núna, þurfum sem lið að stíga upp og rífa okkur í gang. Núna kemur pása, við getum sett hausinn niður og unnið í okkar málum. Vonandi getum við mætt tvíefldir til baka og ég er handviss um að við gerum það," sagði Elmar að lokum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 11 8 2 1 27 - 12 +15 26
2.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
3.    Valur 11 6 4 1 25 - 14 +11 22
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 11 5 1 5 21 - 20 +1 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    KR 10 3 2 5 19 - 21 -2 11
9.    HK 10 3 1 6 10 - 18 -8 10
10.    Vestri 10 3 1 6 13 - 23 -10 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner