Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   fös 03. september 2021 17:36
Elvar Geir Magnússon
Patrik 'líkaði við' færslu þar sem markvarðavalið í gær er gagnrýnt
Icelandair
watermark Patrik á landsliðsæfingu í vikunni.
Patrik á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Rúnar Alex í leiknum í gær.
Rúnar Alex í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli í gær þegar byrjunarlið íslenska landsliðsins var tilkynnt fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Rúnar Alex Rúnarsson varði mark íslenska liðsins í leiknum og á bekknum voru þeir Hannes Þór Halldórsson og Patrik Sigurður Gunnarsson.

Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins í mörg ár og Patrik er tvítugur markvörður sem hefur staðið sig vel með U21 landsliðinu og var frábær í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð.

Margir furðuðu sig á markvarðarvalinu í gær og skildu ekki ákvörðun þjálfaranna. Einn af þeim er Kristján Óli Sigurðsson, einn af Dr. Football teyminu. Í dag deildi hann nýjasta þættinum af Dr. Football og skrifaði eftirfarandi við færsluna:

„3 stig af 12 mögulegum eru alvöru vonbrigði. Margt jákvætt en markmannsvalið er mér hulin ráðgáta. Þurfa bara sumir leikmenn að vera í leikæfingu aðrir ekki?" skrifaði Kristján Óli Sigurðsson á Twitter-reikningi sínum.

Einn af þeim sem hefur líkað við, sett hjarta við færsluna er Patrik Sigurður Gunnarsson.

Rúnar Alex var einn af fáum sem fengu sex í einkunn fyrir sína frammistöðu í einkunnagjöf eftir leikinn. Hjá 433 var Rúnar Alex valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína.

Leikurinn í gær tapaðist 0-2 og er Ísland með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppninni fyrir HM í Katar. Næsti leikur liðsins er gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.

Lestu meira um markvarðarvalið í gær:
Eiður Smári um Hannes: Þú mátt vera sár og reiður
Rúnar Alex: Ég var alltaf tilbúinn og fannst ég koma vel frá þessum leik
Rúnar Alex stóð sig vel - „Hannes var hundfúll"
Athugasemdir
banner