Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bulut áfram með Cardiff (Staðfest)
Mynd: EPA
Cardiff hefur loksins náð lendingu í stjóramálum sínum því tilkynnt var í dag að Tyrkinn Erol Bulut hefði skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum.

Bulut sagði við fjölmiðla fyrir um mánuði síðan að það væru viðræður í gangi, en svo heyrðist ekkert.

Bulut tók við fyrir ári síðan og skrifaði undir eins árs samning, Cardiff náði 12. sætinu í vetur.

Bulut er fyrrum stjóri Fenerbahce, hann er 49 ára og var orðaður við önnur störf áður en hann framlengdi.


Athugasemdir
banner
banner