Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég veit hvað hann vill og hann veit hvað ég vil"
Ísak og Jason fögnuðu marki Jasons gegn Víkingi saman.
Ísak og Jason fögnuðu marki Jasons gegn Víkingi saman.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak Snær Þorvaldsson var sýnilega mjög glaður þegar hann lagði upp mark fyrir Jason Daða Svanþórsson í 0-2 útisigri Breiðabliks gegn HK á sunnudag.

Það er tveggja ára munur á Mosfellingunum, Ísak er fæddur 2001 og Jason árið 1999. Þeir eru báðir uppaldir í Aftureldingu.

Þeir spiluðu báðir með landsliðinu í janúar og þá lagði Jason upp fyrsta landsliðsmark Ísaks.

Ísak ræddi við Fótbolta.net. Hvernig er að spila með Jasoni?

„Það er alltaf gaman að spila með Jasoni enda er hann leikmaður úr öðrum gæðaflokki og að sjálfsögðu er ég glaður þegar við skorum, sama hver skorar," segir Ísak.

„Við höfum þekkst og spilað saman frá því að við vorum litlir, vorum þá í Eldingunni. Tengingin er því sterk og ég veit hvað hann vill og hann veit hvað ég vil."

Heldur þú að hann fari út áður en tímabilið 2025 byrjar?

„Hann er bara leikmaður Blika í dag ég held að hann sé bara einbeita sér að því að klára tímabilið. Á hann skilið að fara út? Bókað mál, en það er bara hans mál hvað hann vill og ég styð hann í hverju sem hann gerir," sagði Ísak.


Athugasemdir
banner
banner
banner