Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurkoma á Laugardalsvöll - Mikið stuð fyrir leikinn
Icelandair
Ísland mætir Austurríki í kvöld.
Ísland mætir Austurríki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Styðjum stelpurnar okkar!
Styðjum stelpurnar okkar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmennum á Laugardalsvöll.
Fjölmennum á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið snýr aftur á Laugardalsvöll í kvöld er þær mæta Austurríki í undankeppni EM 2025. Leikurinn er afar mikilvægur og algjör lykilleikur í því hvort Ísland fari beint á Evrópumótið eða ekki.

Bæði Ísland og Austurríki eru með fjögur stig fyrir leikinn í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Þýskaland er fimm stigum á undan og svo er Pólland án stiga. Það gefur því augaleið að leikurinn í kvöld er lykilleikur fyrir Ísland.

Það verður mikið húllumhæ í kringum Laugardalsvöll fyrir leikinn; flautað verður til leiks klukkan 19:30 en fyrir leik verður Fan Zone á vellinum. DJ Dóra Júlía og Herra Hnetusmjör munu sjá um að keyra upp stemninguna, matarvagnar verða á svæðinu og hægt verður að fá andlitsmálun. Einnig verður landsliðsvarningur til sölu.

Fan Zone-ið opnar klukkan 17:00 og þarf miða á leikinn til að hafa aðgang að því.

Hægt er að kaupa sér miða á völlinn á Tix.is.

Þetta er okkar völlur
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Hún vonast auðvitað til að sem flestir leggi leið sína á Laugardalsvöll í kvöld og styðji við bakið á liðinu í þessum mikilvæga leik.

„Við höfum verið að spila á Kópavogsvelli og það hefur verið mjög góð stemning þar. Okkur hefur þótt rosalega vænt um hversu margir hafa komið og stutt við okkur í vondu veðri. Við vonum að það haldi áfram á morgun. Við Íslendingar erum þekkt fyrir það út í heimi að standa með okkar íþróttafólki og við stöndum þétt saman sem þjóð. Við vonum að Íslendingar vilji koma á morgun og styðja við bakið á okkur í þessum gríðarlega mikilvæga leik," sagði Glódís og bætti við:

„Það kom mér eiginlega á óvart hvað það fór okkur vel að vera á Kópavogsvelli. Það eru margar í liðinu sem spiluðu þar lengi og það er heimavöllur fyrir Steina og margar í liðinu. Það var ótrúlega fínt að spila þar og í ljósi aðstæðna gekk það vel upp. Persónulega finnst mér skemmtilegra spila hér. Mér finnst þetta vera okkur völlur. Mér líður meira eins og það sé landsleikur þegar við spilum hérna. Grasið lítur vel út og ég held að þetta verði hörkugaman."

Eins og áður segir, þá verður flautað til leiks klukkan 19:30.
Athugasemdir
banner
banner