Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Halla Tómasdóttir mætt á leikinn mikilvæga
Icelandair
Guðni Th, Halla og Björn Skúlason, eiginmaður Höllu.
Guðni Th, Halla og Björn Skúlason, eiginmaður Höllu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Núna er í gangi landsleikur Íslands og Austurríkis á Laugardalsvelli. Afar mikilvægur leikur í undankeppni EM 2025.

Það er ágætis mæting á völlinn en á meðal áhorfenda er að sjálfsögðu nýkjörinn forseti Íslands, Halla Tómasdóttir. Hún er á vellinum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

Halla var kjörin forseti í kosningum sem fram fóru síðasta laugardag. Tekur hún við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni í byrjun ágúst en þau sitja einmitt saman á leiknum. Halla er önnur konan sem mun gegna embættinu.

Leikurinn var að hefjast og er staðan enn markalaus þegar þessi frétt er skrifuð. Sigur myndi hjálpa Íslandi gríðarlega í vegferðinni að komast á EM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner