Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 14:13
Elvar Geir Magnússon
London
Ísland æfir á glænýju æfingasvæði QPR
Icelandair
Byggingin við æfingasvæðið inniheldur allt sem þarf.
Byggingin við æfingasvæðið inniheldur allt sem þarf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er samankomið í London þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn Englandi á Wembley á föstudaginn. Ísland æfir á æfingasvæði QPR í aðdraganda leiksins.

Það er eitt ár síðan æfingasvæðið var tekið í notkun en þar æfa aðallið og yngri lið Queens Park Rangers.

Kostnaðurinn við byggingu svæðisins er sagður hafa verið 20 milljónir punda eða þrír og hálfur milljarður króna.

Það var Gerry Francis, goðsögn QPR, sem opnaði æfingasvæðið formlega á síðasta ári en með honum við þá hátíðlegu athöfn voru Gareth Ainsworth og Les Ferdinand. Francis er 72 ára í dag en hann lék fjölmarga leiki með QPR á sínum tíma og stýrði síðar liðinu.

QPR spilar í dag í Championship-deildinni en liðið hafnaði í 18. sæti af 24 liðum á síðasta tímabili. Liðið hóf tímabilið verulega illa og stjóraskipti urðu þegar Spánverjinn Martí Cifuentes var ráðinn í stað Ainsworth og hann náði að hífa liðið upp um nokkur sæti.

Willum Þór Willumsson dró sig út úr hópnum í gær og eftir standa 23 leikmenn. 22 af þeim æfðu í dag en Orri Steinn Óskarsson varð fyrir einhverju hnjaski um helgina og hvíldi. Hann verður þó vonandi klár í slaginn á föstudaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner