Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiddi Freyr: Ég var alls ekki sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristinn Freyr Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net eftir endurkomusigur Vals gegn KR í gærkvöldi. Kiddi lék á miðjunni í leiknum, lék þar með Jónatan Inga Jónssyni og Bjarna Mark Antonssyni.

Reynsluboltinn byrjaði einungis einn af fyrstu sjö leikjunum í Bestu deildinni en hefur nú byrjað þrjá leiki í röð. Kiddi var spurður út í byrjunina á tímabilinu.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Valur

„Ég var alls ekki sáttur, en á þessu undirbúningstímabili var ég í miklu brasi með meiðsli, náði voða lítið að tengja saman vikur í æfingum, var ekki alveg 100%. Ég er að komast í smá stand núna. Þegar ég er laus við meiðsli þá get ég hjálpað Val að vinna leiki og vonandi titla," sagði Kiddi.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson grípa eðlilega talsvert af fyrirsögnum. Aron hefur misst af síðustu tveimur leikjum og lengra er síðan en Gylfi spilaði síðast. Kiddi hefur verið í stóru hlutverki í þeirra fjarveru.

„Ég veit það þegar ég er í standi og næ að tengja æfingar og leiki þá mun ég alltaf eitthvað hjálpa Val að vinna leiki og titla," sagði miðjumaðurinn.

Kiddi er 32 ára og er á sínu öðru tímabili hjá Val eftir eitt ár hjá FH. Þar á undan hafði hann verið hjá Val síðan 2012.
Valur hafði ekkert val - „Þegar Tryggvi er svona heitur þá er fátt sem stoppar hann"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner