Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 00:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur hafði ekkert val - „Þegar Tryggvi er svona heitur þá er fátt sem stoppar hann"
Kiddi og Tryggvi Hrafn.
Kiddi og Tryggvi Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pedersen og Kiddi.
Pedersen og Kiddi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kiddi í leiknum.
Kiddi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, ræddi við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn KR á Meistaravöllum í kvöld. Valur kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir og vann að lokum 3-5 útisigur.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Valur

„Leikurinn var varla byrjaður og við 2-0 undir. Bara hrós á strákana sem voru inn á að halda kúlinu og leggja ekki árar í bát. Svo skorar Tryggvi í 2-1 og þá er staðan strax þægilegri því við vitum að við eigum góða sóknarmenn sem gátu klárað leikinn fyrir okkur," sagði Kiddi.

„Aron (Sigurðarson) var með frábært skot utan af velli, sennilega einhver mistök í því marki og svo seinna markið, þar eru líka mistök. Þetta er bara fótbolti, við getum spilað annan leik á morgun og við skorum þá á fyrstu 5 mínútunum, svona er þetta bara, kom fyrir í dag en varð okkur ekki að falli. Við svöruðum þessu vel, fengum urmul af færum og hefðum getað unnið stærra."

„Við náðum að opna þá ansi oft í fyrri hálfleik, komumst á bakvið þá. Þegar Tryggvi (Hrafn Haraldsson) er eins heitur og hann er þessa dagana þá er fátt sem stoppar hann og svo skilar náttúrulega Patrick (Pedersen) alltaf sínum mörkum, það er alltaf gott að hafa hann inni á vellinum. Svo er bara rokk og ról."

„Það voru erfiðar aðstæður, vindurinn var líka erfiður, einhvern tímann hef ég spilað á betri KR velli. Það er ekki hægt að kvarta yfir því, það er alveg eins fyrir þá. Við vorum bara staðráðnir að koma, sama hvernig aðstæðurnar yrður, og ná í þrjú stig. Við höfðum ekkert val þar sem Blikar og Víkingur unnu í gær. Við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að við erum bara að elta og þegar þeir vinna þá þurfum við að svara með því að vinna okkar leiki. Það er staða sem við erum búnir að koma okkur sjálfir í og við þurfum að vinna okkur í henni."


Mörkin dottið inn í vikunni
Valur hefur svarað vel fyrir ekki svo góðan leik gegn FH um síðustu helgi. Liðið hefur skorað tíu mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Við getum alveg viðurkennt að við höfum alveg átt inni í sumar en erum búnir að spila marga leiki mjög fínt og verið að skapa færi. Í síðustu tveimur leikjum þá hafa Tryggvi, Patrick og strákarnir frammi - Gísli (Laxdal) tvisvar komið inn og búinn að skora tvö mörk - verið að skora. Mörkin hafa dottið inn og vonandi heldur það áfram."

Geta verið helvíti góðir
Kiddi hefur verið að spila með Jónatan Inga Jónssyni og Bjarna Mark Duffield á miðjunni í síðustu tveimur leikjum.

„Það er geggjað að spila með þeim. Gylfi (Þór Sigurðsson) og Aron (Jóhannsson) eru meiddir og Jónatan er búinn að gera mjög vel, Bjarni er að koma sterkur inn. Við erum með fínan hóp og Valur mun alltaf vinna fótboltaleiki."

„Við getum verið helvíti góðir, en við þurfum að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og sýna það í hverjum leik. Við sýndum í dag að við erum fínir en það gefur okkur samt ekkert í næsta leik. Við þurfum að mæta klárir í það og halda áfram að vinna,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner