Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR versta heimaliðið - Mun slakari en lið sem getur ekki spilað heima
KR tapaði gegn Val
KR tapaði gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr leik KR og Vestra.
Úr leik KR og Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR þurfti að sætta sig við tap gegn erkifjendum sínum í Val í Bestu deildinni í gær, 3-5.

KR byrjaði leikinn vel og var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik, en svo varð hrun. Valur jafnaði fljótlega og tók forystuna áður en hálfleikurinn var á enda.

Seinni hálfleikurinn var svo frekar auðveldur fyrir gestina og þeir lönduðu að lokum þægilegum sigri.

KR hefur núna spilað fimm heimaleiki, þar af einn í Laugardalnum, og tapað fjórum þeim. Liðið hefur aðeins sótt eitt stig af fimm mögulegum á heimavelli sem er afskaplega dapur árangur.

KR er versta heimalið deildarinnar en Vestri, sem hefur þurft að spila alla þrjá heimaleiki sína til þessa í Reykjavík, eru með fimm stigum meira en KR-ingar á heimavelli. Vestri hefur gert afar vel við erfiðar aðstæður og eru einnig með fleiri stig en KA, FH, Fylkir og HK á heimavelli.

Heimaleikir KR til þessa:
KR 0 - 1 Fram
KR 2 - 3 Breiðablik
KR 1 - 2 HK
KR 2 - 2 Vestri
KR 3 - 5 Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner