Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Þórs og Grindavíkur frestað vegna landsliðsverkefna
Lengjudeildin
Eric Vales.
Eric Vales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nuno Malheiro.
Nuno Malheiro.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór og Grindavík áttu að mætast á föstudag í Lengjudeildinni en leik liðanna hefur verið frestað um mánuð.

Leikurinn átti að hefjast 17:30 þann 7. júní en fer fram 8. júlí klukkan 18:00í staðinn.

Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Grindavík er með tvo landsliðsmenn í sínum hópi.

Það eru þeir Eric Vales, landsliðsmaður Andorra, og Nuno Malheiro sem er landsliðsmaður Saó Tome og Prinsípe.

Andorra á vinnáttuleik gegn grönnum sínum frá Spáni á morgun og svo annan vináttuleik gegn Norður-Írum.

Malheiro er í hópnum fyrir leiki gegn Malaví og Líberíu í undankeppni HM 2026.

Þeir Vales og Malheiro gengu báðir í raðir Grindavíkur í vetur.

Næsti deildarleikur Grindavíkur verður gegn Leikni laugardaginn 15. júní og Þór mætir Fjölni sama dag í næsta deildarleik sínum.

Grindavík tók ákvörðun eftir síðasta deildarleik að láta Brynjar Björn Gunnarsson fara og er Haraldur Árni Hróðmarsson nýr þjálfari liðsins.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner