Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mæla með lífstíðarbanni fyrir Paqueta
Lucas Paqueta.
Lucas Paqueta.
Mynd: EPA
Samkvæmt enska götublaðinu The Sun hefur enska fótboltasambandið lagt það til í ákæru sinni að Lucas Paqueta fari í lífstíðarbann frá fótbolta.

Paqueta var í síðasta mánuði ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Um er að ræða úrvalsdeildarleik gegn Leicester sem fram fór þann 12. nóvember 2022 og þrjá leiki sem voru 2023. Leikir gegn Aston Villa, Leeds og Bournemouth.

Þessi 26 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn síðan síðasta sumar.

Hann sjálfur neitar sök og sagðist í yfirlýsingu undrandi á að vera ákærður. Talað hefur verið um mögulegt tíu ára bann frá fótbolta en ef hann verður dæmdur sekur þá er enska fótboltasambandið að mæla með lífstíðarbanni.

Paqueta er núna staddur í undirbúningi fyrir Copa America með brasilíska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner