Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe þarf að bíða eftir treyjunúmerinu sínu
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Búist er við því að Kylian Mbappe muni fyrst um sinn leika í treyju númer 9 hjá Evrópumeisturum Real Madrid.

Það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu en Mbappe leikur vanalega í treyju númer 10.

Goðsögnin Luka Modric er með það númer hjá Madrídarstórveldinu og Mbappe datt ekki í hug að biðja um það númer á meðan Modric er enn hjá félaginu.

Eins og Cristiano Ronaldo þurfti að gera á sínum tíma, þá mun Mbappe líka þurfa að bíða eftir númerinu sínu. Ronaldo var einnig í treyju númer 9 á meðan hann beið eftir treyju númer 7, en Raul var þá með það númer á bakinu.

Mbappe gekk í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í gær en fyrst mun hann leika á Evrópumótinu með Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner