Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 19:09
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Atli kemur í stað Orra Steins í landsliðið
Icelandair
Sævar Atli kemur inn fyrir Orra Stein
Sævar Atli kemur inn fyrir Orra Stein
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby í Danmörku, hefur verið kallaður inn í A-landslið karla fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi, en hann kemur inn fyrir Orra Stein Óskarsson.

Orri Steinn, sem átti frábært tímabil með FCK, getur ekki verið með vegna meiðsla og hefur því Åge Hareide, þjálfari landsliðsins, ákveðið að taka Sævar Atla inn.

Sævar var með bestu mönnum Lyngby á nýafstaðinni leiktíð, en hann kom að ellefu mörkum í 37 leikjum í deild- og bikar.

Leiknismaðurinn á að baki 5 A-landsleiki.

Ísland mætir Englandi á Wembley á föstudag áður en það spilar við Holland þremur dögum síðar á Stadion Feyenoord.


Athugasemdir
banner
banner