Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Hildur þrumuskallaði hornspyrnu Karólínu í netið
Icelandair
Hildur skoraði með hörkuskalla
Hildur skoraði með hörkuskalla
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland var rétt í þessu að komast í 2-1 gegn Austurríki í undankeppni EM á Laugardalsvelli, en íslenska liðið hafði hótað marki allan síðari hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

Hornspyrnur Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur voru að valda miklum usla í teignum.

Tvær þeirra höfðu hafnað í stönginni og var aðeins tímaspursmál hvenær það kæmi mark eftir eina slíka.

Það kom á 70. mínútu. Karólína kom með háan bolta inn á teiginn og þar var mætti Hildur Antonsdóttir ákveðin og þrumuskallaði boltanum í netið. Annað landsliðsmark hennar og ansi mikilvægt.

Eins og staðan er núna er Ísland í öðru sæti riðilsins og að koma sér í þægilega stöðu fyrir síðustu tvo leiki riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner