Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Ísland komið í forystu - Frábært spil og 'forsetafimma'
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu
Hlín fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið er komið í 1-0 gegn Austurríki í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli, en það var Hlín Eiríksdóttir sem gerði markið.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

Vindurinn hefur sett sinn svip á leikinn og verið erfitt að fá gott flæði í leikinn.

Íslenska liðið hefur þó náð að skapa hættu nokkrum sinnum á fyrsta hálftímanum og gerði fyrsta markið.

Guðrún Arnardóttir keyrði hratt upp vinstra megin, lék á varnarmann áður en hún fann Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur við teiginn. Hún var fljót að sjá Hlín aleina hægra megin í teignum, sem lagði boltann undir markvörð Austurríkis og í netið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gaf Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta, 'fimmu' í fögnuðinum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner