Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   mið 03. júlí 2024 05:00
Brynjar Ingi Erluson
Copa America: 8-liða úrslitin klár
Brasilíumenn höfnuðu í öðru sæti D-riðils
Brasilíumenn höfnuðu í öðru sæti D-riðils
Mynd: Getty Images
James Rodriguez og félagar mæta Panama í 8-liða úrslitum
James Rodriguez og félagar mæta Panama í 8-liða úrslitum
Mynd: Getty Images
Raphinha skoraði svakalegt mark
Raphinha skoraði svakalegt mark
Mynd: EPA
Riðlakeppni Copa America lauk í nótt með tveimur leikjum en Kólumbía vann D-riðil á meðan Brasilía hafnaði í öðru sæti eftir að þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli á Levi's leikvanginum í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum.

Brasilíumenn máttu alls ekki tapa leiknum gegn Kólumbíu og fékk liðið óskabyrjun er Raphinha skoraði eftir tólf mínútur með stórkostlegu aukaspyrnumarki efst upp í samskeytin hægra megin. Nokkrum mínútum áður hafði James Rodriguez átti skot í slá úr aukaspyrnu.

Davinson Sanchez kom boltanum í net Brasilíumanna á 19, mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Rodriguez en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Undarlegur dómur þar sem Sanchez virkaði réttstæður en áfram hélt leikurinn.

Aukaspyrnur Rodriguez voru að valda miklum usla. Alisson Becker þurfti að blaka annarri spyrnu yfir markið.

Vinicius Junior var tekinn niður í teignum af Daniel Munoz en ekkert dæmt. Munoz fór í leikmanninn og enn og aftur er dómgæslan að vekja athygli á mótinu.

Alisson var nálægt því að fá á sig klaufalegt mark er hann hékk of lengi á boltanum. Kólumbíumenn stálu boltanum af honum en Alisson bjargaði andliti með að verja skot Luis Díaz.

Jöfnunarmark Kólumbíu kom undir lok fyrri hálfleiks. Jhon Cordoba átti laglega stungusendingu inn fyrir á Munoz sem setti boltann í nærhornið hægra megin.

Bæði lið fengu fullt af tækifærum til að skora fleiri mörk. Rafael Borre í Kólumbíu gat tryggt sigurinn er Díaz sendi boltann þvert fyrir markið en skot hans yfir markið úr algeru dauðafæri.

Lokatölur 1-1 og er það Kólumbía sem vinnur riðilinn með 7 stig en Brasilía hafnar í öðru með 5 stig.

Kosta Ríka vann Paragvæ, 2-1 og hafnar því í þriðja sæti riðilsins á meðan Paragvæ var án stiga í botnsætinu.

Úrslit og markaskorarar:

Kólumbía 1 - 1 Brasilía
0-1 Raphinha ('12 )
1-1 Daniel Munoz ('45 )

Kosta Ríka 2 - 1 Paragvæ
1-0 Francisco Calvo ('3 )
2-0 Josimar Alcocer ('7 )
2-1 Ramon Sosa ('55 )

8-liða úrslitin eru klár. Argentína mætir Ekvador, Venesúela spilar við Kanada, Kólumbía mætir Panama áður en Brasilía og Úrúgvæ leika síðasta leikinn.


8-liða úrslit:
Argentína - Ekvador (Aðfaranótt föstudags - 01:00
Venesúela - Kanada (Aðfaranótt laugardags - 01:00
Kólumbía - Panama (Aðfaranótt sunnudags - 00:00
Úrúgvæ - Brasilía (Aðfaranótt sunnudags - 01:00)
Athugasemdir
banner
banner