Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Jökull lét Stjörnuna spila kerfi sem hann þolir ekki
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tapaði fyrir Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Áberandi bæting var á spilamennsku Garðabæjarliðsins frá 4-0 tapi gegn sömu andstæðingum í Bestu deildinni í síðustu viku.

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar skipti yfir í 5-3-2 leikkerfi sem hann er ekki vanur að nota. Hann ákvað að mæta Víkingum í þessu kerfi og var spurður út í það í viðtali við mbl.is.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

„Sko, ég þoli ekki fimm manna vörn og þetta er í raun­inni í fyrsta skipti sem ég prófa það. Ég á ekki von á því að við för­um eitt­hvað að al­vöru í þetta kerfi. Þegar við sáum að við átt­um tvo leiki í röð gegn Vík­ingi hugsaði maður að það væri ólík­legt að við mynd­um vinna þá tvisvar í röð sem sama leikplani," segir Jökull sem ákvað að 'spegla' leikkerfi Víkings.

Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal og Guðmundur Kristjánsson voru miðverðirnir þrír og Sindri Þór Ingimarsson var á miðsvæðinu.

„Þeir vilja spila 3-2-5 og þá stillt­um við á móti upp í 5-2-3. Þeir hafa aðeins verið í vand­ræðum gegn því og það var bara valið fyr­ir bikarleik­inn. Ég er bara ánægður með það, held að það hafi al­veg verið rétt ákvörðun þó síðasti leik­ur hafi endað illa. Ég veit samt ekki hvort við sjá­um þetta mjög oft aft­ur."
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Athugasemdir
banner
banner
banner