Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe mætir átrúnaðargoði sínu að nýju
Ronaldo og Mbappe á EM alls staðar.
Ronaldo og Mbappe á EM alls staðar.
Mynd: Getty Images
Þegar Kylian Mbappe, sóknarmaður franska landsliðsins, var yngri var hann með veggspjöld af Cristiano Ronaldo um allt herbergið sitt. Annað kvöld mætast þeir í 8-liða úrslitum EM þegar Frakkland mætir Portúgal.

Þeir hafa mæst áður á fótboltavellinum en í þetta sinn eru aðstæður aðrar og svo miklu stærri. Mbappe er 25 ára og af mörgum talinn besti leikmaður heims í dag.

Í sumar mun hann ganga í raðir Real Madrid og verða skærasta stjarna liðsins, hann mun feta í fótspor Ronaldo sem var aðalstjarna Madrídarliðsins á sínum tíma.

Þrátt fyrir að fótboltageta hins 39 ára Ronaldo sé farin að dala er sviðsljósið enn hans og hann er aðalumræðuefnið um heim allan.

Hvorugur þeirra hefur hinsvegar náð að sýna sínar bestu hliðar á Evrópumótinu hingað til. Gríman sem Mbappe hefur þurft að vera með síðan hann nefbrotnaði í fyrstu umferð hefur augljóslega verið að trufla hann og umræðan um Ronaldo snýst um hvort hann eigi skilið að vera í byrjunarliði portúgalska liðsins.

En þetta verða klárlega mennirnir tveir sem allra augu munu beinast að á morgun.


Athugasemdir
banner
banner