Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe verður að ná að venjast grímunni
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Það sást augljóslega í leik Frakklands og Belgíu í gær að gríman sem Kylian Mbappe þarf að vera með er að fara vel í taugarnar á honum.

Didier Deschamps stjóri Frakklands er meðvitaður um að það gæti hjálpað liði sínu verulega ef Mbappe, sem er einn besti fótboltamaður heims, nær að venjast þessari grímu sem hann þarf að spila með vegna nefbrots.

Mbappe, sem er að fara til Real Madrid, hefur skorað 48 mörk í 82 landsleikjum fyrir Frakkland. Hann skapaði hættur í leiknum í gær en var ólíkur sjálfum sér þegar kom að því að reka endahnútinn á sóknirnar.

„Hann er að venjast grímunni. Svitinn getur farið í taugarnar á honum. Hann getur farið í augun og það flækir útsýnið. En hann verður að venjast grímunni því hann gæti þurft að vera með honum næstu vikur eða jafnvel mánuði," segir Deschamps.

Frakkland þarf á Mbappe að halda á föstudag þegar liðið mætir Portúgal í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner