Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Ósáttur þegar ég er ekki í byrjunarliðinu"
Oliver Ekroth faðmaði Mathias Rosenörn eftir leikinn í gær.
Oliver Ekroth faðmaði Mathias Rosenörn eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.
Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mathias Rosenörn átti flottan leik í marki Stjörnunnar þegar liðið mætti Víkingi í undanúrslitum bikarsins í gær. Rosenörn hefur varið mark Stjörnunnar í bikarnum í ár en einungis spilað einn leik í deildinni.

Hann átti mjög svo eftirminnilega markvörslu gegn Gísla Gottksálk Þórðarsyni í gær, sýndi mögnuð viðbrögð þegar Gísli skaut af stuttu færi. Víkingar hins vegar unnu í vítaspyrnukeppni og er Stjarnan úr leik í bikarnum í ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

Rosenörn ræddi við Andra Má Eggertsson á Vísi eftir leikinn. Daninn var spurður hvernig það væri að vera ekki með fast sæti í liðinu.

„Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi."

Hann var svo spurður hvort honum fyndist hann eiga skilið að spila gegn KR í næsta deildarleik.

„Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig að ég er ósáttur þegar ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki," sagði Rosenörn við Vísi.

Þjálfarinn hans, Jökull Elísabetarson, ræddi um sinn mann í viðtali við Fótbolta.net.

„Mjög ánægður með hann ég er ánægður með hann á öllum æfingum. Alltaf þegar hann kemur inn þá er hann frábær. Hann var virkilega góður og ég átti von á því. Það er ekkert auðvelt fyrir hann að halda haus og vera með sjálfstraust þegar hann spilar svona lítið.
Athugasemdir
banner
banner
banner