Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
þriðjudagur 21. október
Championship
Hull City - Leicester - 18:45
Bristol City - Southampton - 19:00
Ipswich Town - Charlton Athletic - 18:45
Blackburn - Sheffield Utd - 18:45
Millwall - Stoke City - 18:45
Derby County - Norwich - 18:45
Preston NE - Birmingham - 18:45
Portsmouth - Coventry - 18:45
Meistaradeildin
Kairat - Pafos FC - 16:45
Barcelona - Olympiakos - 16:45
St. Gilloise - Inter - 19:00
PSV - Napoli - 19:00
Leverkusen - PSG - 19:00
Arsenal - Atletico Madrid - 19:00
FCK - Dortmund - 19:00
Villarreal - Man City - 19:00
Newcastle - Benfica - 19:00
Vináttuleikur
Uruguay U-18 1 - 0 Colombia U-17
þri 04.ágú 2020 23:05 Mynd: Heimasíða CSKA
Magazine image

Arnór og Hörður um Covid-19: Þetta er ekkert feimnismál

Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon misstu af lokaumferð rússnesku deildarinnar með CSKA Moskvu eftir að grunur kom upp um að þeir hefðu smitast af Covid-19. Leikmennirnir voru skipaðir í sóttkví og voru prófaðir aftur um helgina en prófið reyndist þá neikvætt. Fótbolti.net heyrði í þeim hljóðið í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið byrjar aftur næstu helgi
Tímabilið byrjar aftur næstu helgi
Mynd/Getty Images
Mynd/Heimasíða CSKA
Arnór og Hörður hafa báðir gegnt mikilvægu hlutverki í liði CSKA en liðið var í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Lokaumferðin var afar mikilvæg en liðið þurfti að treysta á hagstæð úrslit úr leik Krasnodar og Akhmat Grozny.

Einum degi fyrir leikinn fóru leikmenn CSKA í Covid-próf og kom í ljós að sýni frá Arnóri og Herði var jákvætt en þó veikt. Teymi CSKA tók enga sénsa og því voru þeir skipaðir í sóttkví. Misstu þeir því af lokaumferðinni en Krasnodar vann sinn leik og tryggði sæti sitt í Meistaradeildinni á meðan CSKA spilar í Evrópudeildinni.

Þeir félagarnir hafa því dvalið heima hjá Herði síðustu tíu daga eða svo en þeir ræddu um allt ferlið við Fótbolta.net.

„Það er ekkert feimnismál að ræða þessa reynslu af Covid-19-veirunni en það er þó enn óskýrt hvort við höfum smitast af henni eða ekki. Við fórum í próf á mánudegi, einum degi fyrir leik, en það reyndist jákvætt en þó veikt. Þjálfarateymið tók enga sénsa og því fórum við í sóttkví og vorum ekki með í lokaumferðinni," sagði Hörður Björgvin.

Arnór hefur dvalið heima hjá Herði frá því þeir félagar fóru aftur til Rússlands en þeir eru búnir að hafa það náðugt í sóttkvíinni.

„Við höfum reynt að nýta tímann eins vel og hægt er. Þetta er tíminn fyrir hugmyndaflugið. Við höfum eldað góðan mat, spilað tölvuleiki og auðvitað talað við fjölskyldu og vini, það hefur hjálpað heilmikið en á sama tíma reynir á að vera í sóttkví og maður hefur lært mikið af þessu," sagði Arnór.

Þetta kom sér sérstaklega illa fyrir þá en leikmenn liðsins fengu níu daga frí áður en nýtt tímabil fer af stað en það frí fór til spillis og því frestaðist það um ókominn tíma að hitta fjölskyldu og vini.

„Þetta er auðvitað ótrúlega erfitt. Ég og Móeiður kærasta mín eignuðumst dóttur í lok apríl og hefur maður lítið fengið að sjá hana og var þetta frábær gluggi til að hitta þær og fjölskylduna en svo kemur þetta upp. Maður sýnir auðvitað skilning að taka allar þær varrúðarráðstafanir sem þarf að taka þegar kemur að veirunni," sagði Hörður ennfremur.

Þeir fóru aftur í próf við veirunni um helgina og var prófið neikvætt. Þeir eru því ekki lengur í sóttkví og geta hafið æfingar með CSKA. Þeir hafa fylgst vel með ástandinu í Rússlandi og fylgt öllum reglum.

„Við höfum fylgst vel með frettum af veirunni. Þetta er náttúrlega fjölmennt land og hefur verið mikið af smitum í landinu. Enn maður hefur lesið síðustu daga að Rússland verður fyrsta landið í Evrópu til að prófa bóluefni við veirunni og gerist það í október. Vonandi mun það bera árangur. Þetta eru fordæmalausir tímar eins og hefur svo oft verið nefnt og hægt að draga mikinn lærdóm af þessu," bætti Arnór við.

Nú taka við strangar æfingar með CSKA en fyrsti deildarleikur er um helgina gegn Khimki, liðinu sem mætti Zenit í úrslitum rússneska bikarsins á dögunum. Óvíst er hvort þeir verði með í fyrstu umferðinni.

„Við höfum ekki æft neitt og það var æfingaleikur á dögunum, þannig það er ekki klárt hvort við verðum með um helgina. Það á eftir að koma betur í ljós. Það er fyrsta æfing á morgun, það er langt tímabil framundan og við getum ekki beðið eftir að komast af stað," sagði Hörður í lokin.
Athugasemdir
banner