Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 05. febrúar 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Kaj skoraði í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 ÍA
1-0 Kaj Leo í Bartalstovu
2-0 Adam Ægir Pálsson

Kaj Leo í Bartalstovu hefur verið að æfa með Íslandsmeisturum Víkings R. til að halda sér í formi og spilaði æfingaleik með liðinu gegn ÍA í Víkinni í gær.

Kaj, sem er í samningsviðræðum við Víking, skoraði eina mark fyrri hálfleiks með þrumuskoti í vinkilinn.

Adam Ægir Pálsson tvöfaldaði forystuna og innsiglaði sigur Íslandsmeistaranna í síðari hálfleik.

Víkingur á næst leik við KR á sunnudag um bronsið í Reykjavíkurmótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner