Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forsetarnir byrja á sömu úrslitum
Icelandair
Halla Tómasdóttir hér fyrir miðju. Við hlið hennar er Guðni Th. Jóhannesson.
Halla Tómasdóttir hér fyrir miðju. Við hlið hennar er Guðni Th. Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halla Tómasdóttir mætti í gær á sinn fyrsta landsleik eftir að hafa verið kjörin forseti Íslands.

Halla var mætt á Laugardalsvöll til að sjá Ísland vinna 2-1 sigur á Austurríki í mikilvægum leik í undankeppni EM kvenna. Ísland fór langt með að koma sér á EM með sigrinum.

Halla var kjörin forseti í kosningum sem fram fóru síðasta laugardag. Tekur hún við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni í byrjun ágúst en þau sátu einmitt saman á leiknum. Halla er önnur konan sem mun gegna embættinu.

Það er athyglisvert að báðir forsetarnir byrja á sömu úrslitunum í fyrsta landsleik sínum eftir kjör.

Guðni Th. sá karlalandslið Íslands vinna 2-1 sigur á Englandi á EM 2016 í einum eftirminnilegasta landsleik sem íslenskt landslið hefur spilað. Kvennalandsliðið vann svo 2-1 sigur á Austurríki í gær í fyrsta leiknum eftir kjör Höllu.

Góð byrjun hjá Höllu og vonandi mun hún mæta á fullt af öðrum sigurleikum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner