Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skaut föstum skotum á forseta PSG - „Sumir einstaklingar sem gerðu mig óánægðan“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe var óánægður með nokkra einstaklinga hjá PSG
Kylian Mbappe var óánægður með nokkra einstaklinga hjá PSG
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappe hefur opnað sig um síðasta tímabil hans hjá Paris Saint-Germain, en á einum tímapunkti hélt hann að hann fengi ekkert að spila.

Mbappe æfði ekki né spilaði með PSG í byrjun tímabilsins eftir að hann lenti í ágreiningi við stjórn félagsins í samningaviðræðum.

Frakkinn hafði ekki áhuga á að framlengja samning sinn og vildi félagið hefna sín með því að leyfa honum ekki að spila.

Á endanum náðust sáttir og var Mbappe settur aftur í liðið, en hann á Luis Enrique, þjálfari PSG, og Luis Ocampos, yfirmanni íþróttamála, mikið að þakka.

„Þeir sögðu bara beint í andlitið á mér, án þriðja aðila, þannig það var mjög skýrt. Orð þeirra voru það ofsafull að ég var sannfærður um að ég myndi ekki spila.“

„Luis Enrique og Luis Ocampos voru þeir sem björguðu mér. Það er sannleikurinn, því án þeirra hefði ég ekki stigið fæti á völlinn. Sannleikurinn er sá að ég átti í mjög góðu sambandi við þjálfarann og yfirmann íþróttamála.“

„Ég hélt að ég myndi ekki spila en tímabilið var mjög árangursríkt um leið og ég steig á völlinn,“
sagði Mbappe.

Mbappe talaði um að sumt fólk hafi farið í taugarnar á honum en franskir fjölmiðlar segja það augljóst að þar sé hann að tala um Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG.

„Ég var ekki óánægður hjá PSG. Að segja það væri eins og að hrækja í súpuna eða í andlit þeirra sem höfðu komið mér til varnar eða sýnt mér stuðning. Ég var alltaf ánægður hjá PSG, en það er alveg ljóst að það voru hlutir og fólk hjá félaginu sem gerðu mig óánægðan.“

„En enginn þar myndi segja að ég hafi verið óánægður því ég var leiðtogi liðsins og einhver sem fólk fylgir. Það myndi enginn fylgja einhverjum sem væri að draga fæturna á eftir sér. Það er erfitt að fylgja þannig manneskju.“

„Ég reyndi að vera eins jákvæður og hægt var í þessari stöðu. Ég fékk mikla hjálp frá þjálfurum, leikmönnum og öllum hjá félaginu.“

„Afsakið orðbragðið því þetta er svolítið ofsafull leið til að segja það, en ég væri algjör tík að koma hingað, eftir að hafa samið við annað félag, og segja að ég hafi verið óánægður hjá PSG og allt fólkið sem var þar, en það voru klárlega hlutir sem gerðu mig óánægðan.“

„Það eru samt til verri hlutir í heiminum. Þetta er fótbolti og mér var alltaf sagt í æsku að fara að grenja yfir hlutunum. Ég er ótrúlega vel launaður fyrir fótboltamann, svona miðað við aðra í leiknum. Það eru aðrir fótboltamenn sem eru í vinnu sem fá minna en ég og þurfa að fara í verksmiðjuna á hverjum degi. Ég hef aldrei þurft að vakna og fara beint í verksmiðjuna.“

„Ég held ótrauður áfram eftir það sem ég hef upplifað. Það er mjög óviðeigandi fyrir mig, Kylian Mbappe, að koma hingað og kvarta fyrir framan allan heiminn þegar hræðilegir hlutir eru að gerast í honum. Það eru til verri hlutir, en þetta var ekkert notalegt fyrir mig heldur,“
sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner