Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 09:12
Elvar Geir Magnússon
London
Rak Ísak Bergmann af velli síðast þegar hann dæmdi hjá Íslandi
Icelandair
Davide Massa.
Davide Massa.
Mynd: EPA
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Ítalinn Davide Massa mun dæma leikinn á Wembley á föstudaginn og aðstoðardómararnir eru allt samlandar hans.

Massa er vanur því að dæma stóra fótboltaleiki og hefur verið að dæma í Meistaradeildinni. Hann dæmdi síðast hjá Íslandi í útileik gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í nóvember 2021.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði mark Íslands í 3-1 tapi. Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tvö gul og þar með rautt í þeim leik. Jón Dagur og Ísak verða báðir í eldlínunni á föstudag.

ENGLAND - ÍSLAND
Dómari: Davide Massa ÍTA
Aðstoðardómari 1: Giovanni Baccini ÍTA
Aðstoðardómari 2: Davide Imperiale ÍTA
Fjórði dómari: Matteo Marcenaro ÍTA
Athugasemdir
banner
banner