Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 25. apríl 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Davide Massa fékk högg í punginn á leið til klefa
Mynd: EPA
Mynd: Twitter

Stuðningsmenn og stjórnendur Olympiakos voru allt annað en sáttir með dómgæslu Ítalans Davide Massa sem var fenginn til landsins til að dæma hatrammann nágrannaslag á milli AEK frá Aþenu og Olympiakos.


Það ríkir afar lítið traust til dómaramála í Grikklandi og þess vegna var erlendur dómari ráðinn, en fólk í kringum Olympiakos er ekki ánægt með Massa sem hefur dæmt í ítölsku Serie A deildinni í rúman áratug. AEK vann viðureignina 3-1 og er Olympiakos dottið úr leik í titilbaráttunni.

„Jafnvel þeir blindu geta séð hvað er að gerast fyrir gríska knattspyrnu," er meðal þess sem segir í opinberri yfirlýsingu frá Olympiakos eftir tapið. Evangelos Marinakis, afar umdeildur eigandi Olympiakos og Nottingham Forest, er talinn vera drifkrafturinn á bakvið mótmælin.

Í dómaraskýrslu sinni tók Massa fram að hann hafi orðið fyrir fólskulegri árás í göngunum á leið í dómaraherbergið. Þar var mikið öngþveiti og einhver sem hæfði Massa á viðkvæmasta stað karlmannslíkamans, en dómarinn sá ekki hver var að verki.

„Glerflöskum var meðal annars kastað inn á völlinn og ég batt enda á leikinn fyrr þegar ég sá að stuðningsmenn heimaliðsins voru byrjaðir að gera sig líklega til að vaða inn á völlinn," sagði Massa meðal annars, en hann bætti sjö mínútum við venjulegan leiktíma og flautaði leikinn fyrr af til að forða sér útaf.

Áhorfendur ruddust á völlinn og þurfti óeirðarlögregla að beita táragasi til að stöðva ólætin.

„Það var mikið af fólki í göngunum og þar fékk ég högg í kynfærin án þess að taka eftir hver veitti það."



Athugasemdir
banner