Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilar Grænland leiki sína á Íslandi?
KSÍ styður umsókn Grænlands um aðild að CONCACAF
Fótboltavöllur á Grænlandi.
Fótboltavöllur á Grænlandi.
Mynd: Getty Images
KSÍ á von á heimsókn frá grænlenska sambandinu í ágúst.
KSÍ á von á heimsókn frá grænlenska sambandinu í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grænland hefur sótt um aðild að CONCACAF, fótboltasambandi Norður- og Mið-Ameríku. Grænland hefur aldrei spilað alþjóðlegan fótbolta og er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Landfræðilega er eyjan hluti af Norður-Ameríku.

Í dönskum miðlum var fjallað um það að grænlenska sambandið væri með samkomulag við KSÍ um að landsliðið gæti spilað leiki í Reykjavík þar til leikvangur yrði klár í Grænlandi.

„Það er ekki rétt, en hins vegar erum við að fá heimsókn frá Grænlendingum núna í ágúst. Við, ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum, höfum verið í samkurli með að aðstoða Grænlendinga og hjálpa þeim við að koma fótboltanum lengra. Fulltrúar grænlenska sambandsins ætla að koma og vonandi getum við rétt þeim einhverja hjálparhönd," sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

„Grænland getur ekki sótt um aðild að UEFA og hefur sótt um hjá CONCACAF. Við ætlum að senda, vonandi sameiginlega stuðningsyfirlýsingu með hinum Norðurlandaþjóðunum, varðandi umsókn þeirra inn í CONCACAF."

„Hvar Grænland ætlar að spila sína leiki veit ég ekki. Það er eitthvað sem við munum skoða með þeim. Mér finnst líklegra að þeir vilji spila hjá Dönum, en við erum alveg tilbúin að skoða þessa hluti með þeim."


Það hefur ekki verið samtal til þessa hvort Grænland myndi spila leiki sína hér?

„Nei, ekki allavega við mig. Ég veit að forseti grænlenska sambandsins hefur aðeins verið í sambandi við Þorvald Örlygsson (formann KSÍ). Í kjölfarið á því var ákveðið að fulltrúar grænlenska sambandsins myndu koma í ágúst og sjá hvað við erum að gera hér hjá KSÍ, mögulega fara út í félögin og kanna hvað þau eru að gera. Það er ekki komið lengra en það í bili," sagði Jörundur.
Athugasemdir
banner
banner