Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú toppfélög á Norðurlöndunum sýna Brynjólfi áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson rennur út á samningi hjá norska félaginu Kristiansund í lok ágúst og langlíklegast er að hann taki skrefið í burtu frá félaginu í sumar.

Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að sænsku félögin AIK og Häcken hafi áhuga á Brynjólfi og danska félagið Bröndby.

Brynjólfur er 23 ára sóknarmaður sem gekk í raðir Kristiansund frá uppelidsfélaginu Breiðabliki fyrir tímabilið 2021.

Hann hefur skorað 17 mörk og lagt upp 15 í 73 leikjum fyrir Kristiansund. Þá hefur hann skorað eitt mark í tveimur A-landsleikjum.

Häcken varð sænskur meistari 2022, AIK vann deildina 2018 og Bröndby klúðraði danska meistaratitlinum í lokaumferðinni fyrir rúmri viku síðan. Valgeir Lunddal Friðriksson er leikmaður Häcken.

Fyrr á þessu ári reyndi sænska félagið Kalmar að kaupa Brynjólf en það gekk ekki eftir.
Athugasemdir
banner
banner