Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær breytingar til viðbótar á landsliðshópnum
Icelandair
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tvær breytingar til viðbótar hafa verið gerðar á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi.

Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson eru meiddir og verða ekki með. Í þeirra stað koma Valgeir Lunddal Friðriksson og Logi Tómasson.

Logi hefur verið að leika býsna vel með Stromsgödset í Noregi og er eftirsóttur af stærri félögum. Valgeir hefur gert vel í að koma til baka með Häcken í Svíþjóð eftir meiðsli.

Þetta er þriðja breytingin sem er gerð á hópnum eftir að hann var fyrst tilkynntur. Í gær kom Sævar Atli Magnússon inn fyrir Orra Stein Óskarsson.

Ísland spilar við England á Wembley á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner