mið 05. desember 2018 15:06
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Reyes í lið í taílensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Kristófer í leik með Fram á Laugardalsvelli.
Kristófer í leik með Fram á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kristófer Reyes hefur skrifað undir samning við taílenska úrvalsdeildarfélagið Ratchaburi Mitr Phol. Liðið hafnaði í 12. sæti í ár en nýtt tímabil hefst í febrúar.

Þessi 22 ára leikmaður spilaði nítján leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar en hann hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík.

Kristófer æfði í síðasta mánuði með landsliði Filippseyja. Ray Anthony Jónsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, spilaði með landsliði Filippseyja og fyrir hans tilstuðlan fór Kristófer út.

„Ég var að æfa með landsliðinu í byrjun nóvermber og þá voru menn að fylgjast með. Það voru 3-4 félög sem sýndu mér áhuga og ég ræddi við nokkra stjórnarmenn," segir Kristófer við Fótbolta.net.

„Svo gekk þetta allt mjög hratt fyrir sig og ég var kominn með samning í hendurnar áður en ég flaug heim. Eftir að ég var kominn heim kláruðum við að ganga frá ýmsum atriðum og svo var skrifað undir og gengið frá þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner