Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
   mán 07. janúar 2019 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Loksins get ég hætt að ljúga að öllum
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn aftur til Íslands," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýsamið við Íslandsmeistara Vals um að leika með liðinu næstu árin. Hann kemur til félagsins frá Lilleström í Noregi.

„Ég átti ekki gott ár í Noregi í fyrra og það snerist ekki bara um fótboltann heldur lífið í Noregi. Það er stór breyting að fara frá Belgíu til Noregs, lífsgæðin eru ekki næstum því þau sömu og ég gat ekki aðlagast því að vera í Noregi."

Gary spilaði áður með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík hér á landi og líður vel hérna.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og fá að vera í Reykjavík. Heima er best," sagði Gary en afhverju leitar hann alltaf aftur til Íslands?

„Ég er orðinn hálf íslenskur eftir sjö ár hérna. Mér finnst þægilegt að búa hérna og þegar maður spilar á íslenska tímabilinu fær maður líka meiri tíma heima hjá sér með fjölskyldu og vinum á Englandi. Það var heldur aldrei nein spurning að koma hingað í Val til besta liðsins sem hefur unnið deildina tvö ár í röð. Ég verð miklu glaðari hérna, nýt fótboltans og lífsins."

Nokkrar vikur eru síðan farið var að ræða um að Gary Martin væri á leið til Vals. Þegar við spurðum hann hvers vegna málið hafi dregist á langinn kom í ljós að félagaskiptin eru löngu frágengin þó þau hafi verið tilkynnt í dag.

„Þetta tók ekki nokkrar vikur, fólk heldur það bara. Við náðum samkomulagi á 2-3 klukkustundum eftir að Valur seldi Patrick Pedersen. Það þurfti bara að halda þessu leyndu, Lilleström vissi af þessu og við allir og ég gat ekki sagt neitt. Það var gott að vita að ég væri orðinn leikmaður Vals og það væri engin pressa á mér. Það var því léttir að geta tilkynnt þetta, loksins get ég sagt satt frá og hætt að ljúga að öllum. Ég er virkilega ánægður. Þetta er frábært félag."

Nánar er rætt við Gary í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner