Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 07. ágúst 2021 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thelma tekur fram skóna og spilar með KR (Staðfest)
Thelma Björk Einarsdóttir.
Thelma Björk Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Björk Einarsdóttir er byrjuð að spila fótbolta aftur og er hún gengin í raðir KR í Lengjudeildinni.

Thelma Björk ákvað að leggja skóna á hilluna fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Vals um dágott skeið. Hún varð sex sinnum Íslandsmeistari með Val og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Thelma er á 31. aldursári. Hún á tólf leiki að baki með íslenska landsliðinu. Auk þess að eiga langan feril með Val þá spilaði hún á Selfossi árin 2014 og 2015.

Hún hefur núna tekið fram skóna og er byrjuð að spila með KR, sem er frábært fyrir KR-liðið. Hún spilaði sinn fyrsta leik í sumar þegar KR tapaði 2-0 gegn FH í toppbaráttuslag í vikunni. Hlíf Hauksdóttir spilaði einnig sinn fyrsta leik fyrir KR í sumar gegn FH.

Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, var í viðtali eftir tapið gegn FH þar sem hún ræddi um breytingarnar á liði KR. „Þetta eru frábærir karakterar að fá inn. Þær eru mjög reynslumiklar og eiga eftir að gefa okkur mikið," sagði Ingunn sem er farin í atvinnumennsku til Grikklands.

KR er í öðru sæti Lengjudeildarinnar, með jafnmörg stig og topplið FH.
Ingunn Haralds: Hefur greinilega verið hvatning fyrir þær
Athugasemdir
banner
banner