Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
   mán 08. október 2018 21:55
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Rúnar Alex: Geri allt sem ég get til að pressa á alla
Icelandair
Rúnar Alex ræðir við Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara landsliðsins.
Rúnar Alex ræðir við Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik á fimmtudagskvöld. Landsliðshópurinn hefur hafið sinn undirbúning fyrir leikinn en Fótbolti.net ræddi við markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson við hótel Íslands í kvöld.

Rúnar Alex spilar með Dijon í frönsku úrvalsdeildinni og segist finna fyrir því að hann spili í landi heimsmeistarana.

„Þeir eru mjög stoltir og mega líka vera það. Þeir munu lifa á þessu í dágóðan tíma og eiga þetta skilið," segir Rúnar Alex.

Hann segir að tímabilið hingað til hafi verið skemmtilegt en Dijon situr í 16. sæti af 20 liðum.

„Það var geggjað að byrja tímabilið á þremur sigrum, síðan þá höfum við hikstað en fótbolti er þannig að þú vinnur og þú tapar. Við þurfum bara að tækla þetta og ég held að við komum sterkari út úr þessu. Mér hefur persónulega gengið mjög vel. Ég er mjög sáttur við það sem ég hef gert og þarf bara að byggja ofan á það."

Rúnar Alex vonast eftir því að verða aðalmarkvörður landsliðsins.

„Það vita allir að ég vil spila, það er ekkert leyndarmál. Það vill enginn fótboltamaður í heiminum sitja á bekknum. Þetta er ekki mín ákvörðun, ég geri bara allt sem ég get gert til að pressa á alla að koma að þessu. Ég vona að ég sé að færast nær," segir Rúnar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir