Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 08. október 2018 21:34
Hafliði Breiðfjörð
Taka Jón Þór Hauksson og Ásthildur við landsliðinu?
Verður Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins?
Verður Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson og Ásthildur Helgadóttir hafa verið í viðræðum við KSÍ um að taka við kvennalandsliði Íslands samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þau funduðu með sambandinu síðast í dag en KSÍ leitar að eftirmanni Freys Alexanderssonar sem hætti með liðið til að gerast aðstoðarþjálfari Erik Hamren með karlaliðið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net yrði Jón Þór aðalþjálfari liðsins og Ásthildur aðstoðarþjálfari ef viðræður ganga upp.

Áður hefur komið fram að sambandið hafi hlerað Elísabetu Gunnarsdóttur og Þorstein Halldórsson um áhuga á að taka við starfinu en það ekki gengið upp.

Jón Þór Hauksson hefur aðeins einu sinni verið aðalþjálfari á sínum þjálfaraferli þegar hann stýrði ÍA í síðustu 6 leikjum Pepsi-deildar karla 2017 eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti.

Hann er fertugur og þykir mjög efnilegur þjálfari en í sumar var hann aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar með karlalið Stjörnunnar.

Ásthildi Helgadóttur þekkja flestir landsmenn. Hún er 42 ára gömul og ein af bestu leikmönnum Íslands frá upphafi. Hún lék sinn síðasta landsleik árið 2007 og hefur verið lítið viðloðandi fótboltann síðan hún lagði skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner