Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   þri 10. nóvember 2015 15:19
Magnús Már Einarsson
Gary Martin fundaði með Bjarna - Verður áfram hjá KR
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski framherjinn Gary Martin segir útilokað að hann fari frá KR í annað íslenskt félag.

„Ef ég fer ekki í erlent félag þá verður framtíð mín á Íslandi hjá KR," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.

Gary var ósáttur við lítinn spiltíma hjá KR í sumar og hann lét þá óánægju í ljós. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var einnig ítrekað spurður út í framtíð Gary en framherjinn segir nú að búið sé að leysa öll vandamál.

„Ég settist beint niður eftir tímabilið með Bjarna og stjórninni. Við fórum yfir hlutina og þeir sögðu að enginn hjá KR vildi að ég myndi fara," sagði Gary.

„Við töldum að það væri best fyrir okkur að hætta að hugsa um síðasta tímabil sem fyrst, setja það sem gerðist til hliðar og einbeita okkur að 2016."

Gary skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið markakóngur árið 2014 með þrettán mörk.
Athugasemdir
banner
banner