Newcastle United er búið að ganga frá kaupum á sænska kantmanninum Anthony Elanga.
Hann kemur úr röðum Nottingham Forest fyrir um 55 milljónir punda.
Elanga er 23 ára gamall og kom að 18 mörkum í 43 leikjum með Forest á síðustu leiktíð. Hjá Newcastle mun hann berjast við Anthony Gordon, Harvey Barnes og Jacob Murphy um sæti í byrjunarliðinu.
Það verður nóg af leikjum á komandi tímabili þar sem Newcastle tekur þátt í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í haust. Félagið þarf því að styrkja leikmannahópinn.
Elanga flutti 13 ára gamall til Englands til að spila fyrir akademíuna hjá Manchester United. Hann kom við sögu í 55 leikjum með Rauðu djöflunum áður en hann var seldur til Forest fyrir tveimur árum.
Elanga er annar leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín í sumar eftir að Antonio Cordero kom á frjálsri sölu frá Málaga. Cordero er einnig kantmaður en hann er aðeins 18 ára gamall.
Newcastle er í leit að nýjum framhjera eftir að Callum Wilson yfirgaf félagið þegar samningurinn hans rann út. William Osula er í hópnum en Eddie Howe þjálfari vill kaupa einn sóknarmann í viðbót.
Man Utd fær um 6-8 milljónir punda í sinn hlut fyrir þessi félagaskipti. Forest borgaði 15 milljónir til að kaupa Elanga sumarið 2023 og héldu Rauðu djöflarnir prósentu af endursöluvirði leikmannsins.
Sammy has some advice for a new local, Anthony Elanga! ???? pic.twitter.com/j9TQS0FVwl
— Newcastle United (@NUFC) July 11, 2025
Athugasemdir