
„Tilfinningin er geggjuð. Þetta er bara ólýsanlegt Eftir það hvað okkur gekk illa á síðasta tímablili þá er geggjað að ná að klára þetta núna. “
Sagði kampakátur markvörður ÍBV Halldór Páll Geirsson um það þegar ÍBV tryggði sér á ný sæti í Pepsi Max deildinni í Knattpyrnu á næsta tímabli.
Sagði kampakátur markvörður ÍBV Halldór Páll Geirsson um það þegar ÍBV tryggði sér á ný sæti í Pepsi Max deildinni í Knattpyrnu á næsta tímabli.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 2 Þróttur R.
Eyjamenn fóru ekkert sérlega vel af stað í mótinu en hafa sýnt það og sannað að þeir eru verðugir kandidatar í Pepsi Max deildina. Hvað finnst Halldóri helst hafa skapað þennan árángur?
„Það er bara liðsheildin. Við erum bara með 11 mjög góða leikmenn sem byrja hvern einasta leik og allir klárir að koma inná sem byrja á bekknum og erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman.“
Liðsfélagar Halldór í ÍBV bentu fréttaritara á að þrátt fyrir seinna mark Þróttara sem undirritaður skráði á Sam Hewson hafi í raun verið sjálfsmark Halldórs. Halldór sjálfur fékk að svara hvort fréttaritari ætti að skrá markið á Hewson eða sem sjálfsmark á Halldór.
„Ég er ánægður með þig. En mig langaði að fá tilfinninguna hvernig er að skora fótboltamark svo ég tek þetta á mig sem sjálfsmark.“
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir