Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 12. júlí 2015 21:20
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds að taka við Dalvík/Reyni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson er líklega að taka við þjálfun Dalvíkur/Reynis í 2. deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var leikmönnum Dalvíkur/Reynis tilkynnt þetta á æfingu í kvöld.

„Það hafa verið viðræður í gangi og báðir aðilar eru jákvæðir," sagði Helgi Indriðason framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis við Fótbolta.net í dag.

„Afgerandi ákvörðun hefur ekki verið tekin en þetta ætti að skýrast á morgun eða í síðasta lagi á þriðjudaginn."

Tryggvi var rekinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV á dögunum eftir að hafa gerst sekur um brot í starfi.

Tryggvi er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar en hann hefur sjálfur spilað með KFS í 3. deildinni í sumar. Möguleiki er á að hann spili einnig með Dalvík/Reyni samhliða þjálfuninni.

Pétur Heiðar Kristjánsson er spilandi þjálfari hjá Dalvík/Reyni og hann stýrir liðinu í grannaslag gegn KF í 2. deildinni annað kvöld.

Dalvík/Reynir er á botninum í 2. deild með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti en liðið á leik inni gegn KF annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner