Hallbera Guðný Gísladóttir er að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð. Hún kemur frá AIK þar sem hún lék á þessari leiktíð.
Kalmar er á suðausturströnd Svíþjóðar og vann liðið sér inn sæti í efstu deild með því að enda í 2. sæti næstefstu deildar í ár.
Kalmar er á suðausturströnd Svíþjóðar og vann liðið sér inn sæti í efstu deild með því að enda í 2. sæti næstefstu deildar í ár.
Kalmar er fjórða liðið sem Hallbera spilar með í Svíþjóð en hún hefur einnig leikið með Djurgården og Piteå.
Hallbera er 35 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá ÍA og hefur spilað 123 landsleiki. Hún var í byrjunarliði Íslands þegar liðið mætti Kýpur fyrir tveimur vikum síðan.
Athugasemdir