Amad Diallo var valinn maður leiksins að mati Sky Sports þegar Manchester United vann dramatískan sigur á Manchester City í grannaslag í dag.
Man City komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Josko Gvardiol sem fékk sjö í einkunn eins og Phil Foden. Matheus Nunes var skúrkurinn en hann fékk á sig vítaspyrnu þegar hann braut á Amad.
Bruno Fernandes skoraði úr henni og Amad skoraði síðan sigurmarkið. Amad fær níu í einkunn en Bruno fær átta.
Man City: Ederson (6), Dias (5), Walker (5), Gvardiol (7), Nunes (4), Silva (6), De Bruyne (6), Gundogan (6), Foden (7), Doku (6), Haaland (5).
Varamenn: Kovacic (6), Grealish (6), Savinho (n/a).
Man Utd: Onana (7), De Ligt (7), Maguire (7), Martinez (7), Mazraoui (7), Ugarte (7), Fernandes (8), Dalot (7), Amad (9), Mount (6), Hojlund (6).
Varamenn: Mainoo (7), Zirkzee (6), Antony (6), Yoro (6), Lindelof (n/a).
Athugasemdir