Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 20. febrúar 2023 11:19
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær ekki með Rosenborg á Spáni
Ísak á landsliðsæfingu.
Ísak á landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ
Norska liðið Rosenborg lék í gær æfingaleik gegn Sandefjord og vann 1-0 sigur en leikið var í Marbella á Spáni þar sem Rosenborg hefur verið í æfingaferð.

Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum í gær en Ísak Snær Þorvaldsson lék hinsvegar ekki með Rosenborg þar sem hann er á meiðslalistanum og hefur verið að æfa einn.

Ísak varð fyrri vöðvameiðslum áður en farið var í ferðina og í síðustu viku gaf Rosenborg það út að hann myndi missa af undirbúningsleikjm fyrir nýtt tímabil í Noregi.

Ísak mun einnig missa af bikarleik gegn Viking í næsta mánuði en verður klár áður en norska deildin fer af stað í apríl, að sögn Olav Aas sem er læknir félagsins.

Fótbolti.net valdi Ísak besta leikmann Bestu deildarinnar á síðasta tímabili þar sem hann var lykilmaður í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks en eftir tímabilið gekk hann í raðir Rosenborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner