Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars í 3. deildinni en þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag.
Ingólfur, sem er 27 ára gamall, hefur lengst af á ferli sínum leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi.
Ingólfur, sem er 27 ára gamall, hefur lengst af á ferli sínum leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi.
Hann mun nú færa sig yfir í Hveragerði þar sem hann verður spilandi þjálfari.
,,Ef ég tek við liði á þessum tímapunkti myndi ég pottþétt spila með," sagði Ingólfur við Fótbolta.net í síðustu viku þegar fréttir bárust af því að hann væri í viðræðum við Hamar.
Ingólfur er 27 ára gamall en hann hefur einnig leikið með Fram og Víkingi R. á ferli sínum.
Athugasemdir