Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   mið 23. október 2013 14:28
Magnús Már Einarsson
Ingólfur Þórarinsson tekur við Hamri (Staðfest)
Ingólfur og Ævar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Hamars.
Ingólfur og Ævar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Hamars.
Mynd: Hamar
Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars í 3. deildinni en þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag.

Ingólfur, sem er 27 ára gamall, hefur lengst af á ferli sínum leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi.

Hann mun nú færa sig yfir í Hveragerði þar sem hann verður spilandi þjálfari.

,,Ef ég tek við liði á þessum tímapunkti myndi ég pottþétt spila með," sagði Ingólfur við Fótbolta.net í síðustu viku þegar fréttir bárust af því að hann væri í viðræðum við Hamar.

Ingólfur er 27 ára gamall en hann hefur einnig leikið með Fram og Víkingi R. á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner